Fundur 29.nóv., 1866

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 487_4to, 0025r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0025r)


Kveldfundur 29 Nóv. 1866.

Samkvæmt því sem frá var skýrt í boðunarbrjefi til þessa fundar,

hafði frummælandi sá (Haldór Guðmundsson) sem á síðasta fundi var

ákveðið að skýra skildi frá nýustu framförum í eðlisfræðinni, forföll,

og gat eigi mætt. - Þarámóti las Jón Árnason upp nefndarálit

frá nefnd þeirri sem á fundi 15 þm. var kosin til að íhuga

uppástungur þær sem þá voru bornar fram fyrir fjelagið til

um að efla og styðja forngripasafnið. Jafnframt þessu

talaði framsögumaður nokkuð í þá stefnu sem nefndarálit

fer fram.

Jón Þorkelsson kvaðst vera samþykkur nefndarálitinu en

gjörði jafnframt fyrirspurn um hvað það mundi kosta

að prenta áksorun til landsmanna pg viðaukablað við Þjóðólf

sem nefndarálitið talar um, og hvort það eigi mundi ráðlegt

láta bónarbrjef ganga um Reykjavík til þess að reyna hvert

eigi fengizt svo mikið fje sem safnið þyrfti til sinna bráðustu

nauðsynja.

Páll Melsteð vidli fyrst reyna hvert með boðsbrjefum ekki gæti

unnizt svo mikið fje að hlýta mætti til hinna bráðustu nauð-

synja, og ef það ekki heppnaðist þá fyrst að biðjast sjer-

staklega styrks hjá Reykjavíkurbúum.

Forseti kvaðst fyrir sitt leiti vilja styðja að því að kvöld-

fjelagsið að minnsta kosti lánaði og jafnvel gæfi það fje




Lbs 487_4to, 0025v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0025v)


sem þyrfti til að prenta það sem nefndar álitið fer fram

á að prentað yrði.

Ýmsir vöktu máls á því að eigi mundi komast á 1/2 örk

lýsing og upptalning á munum þeim sem enn ekki eru auglýstir

á prenti, sem forngripasafnið hefir eignast; en Páll Blöndal

spurði um hvort ekki mætti nefna nöfn gefenda og hluta

þeirra sem safnið ætti, (sem ekki hefði verið getið um á prenti)

í svo stuttu máli að það kæmist á 1/2 örk, en lofa þará-

móti nákvæmari lýsingu um þá seinna, þegar safninu

ykist styrkur og þroski.

Sigurður Guðmundsson áleit nauðsynlegt að gefa strax út

ljósa lýsingu á forngripunum ef það væri unt og færði

fyrir því ymsar ástæður.

Framsögumaður vildi sameina sig við ritstjóra Þjóðólfs

um að gefa út skyrslu um gjafir þær sem forngripasafninu

hefði hlotnast, ef að fjelagið legði fjárstyrk til að

prenta það hana, og hún svo kæmi svo út sem viðauka-

blað við Þjóðólf og ritstjórn hans annaðist svo útsend-

ingu hennar

Forseti lýsti því yfir að hann yrði að skjóta úrslitum þessa

málefnis að því er fjárstyrk frá fjelaginu snertir á frest til næsta

fundar, og verður þess getið þá í boðunarbrjefi til fundar manna

Kristján Jónsson gaf fjelaginu og las upp rímnabrot frá

Kínlands keisara er hann hafði ort

Fundi slitið

Lárus Þ Blöndal ÁGíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar