Fundur 5.apr., 1866

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 22. janúar 2013 kl. 17:21 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. janúar 2013 kl. 17:21 eftir Olga (spjall | framlög) (Fundur 5. apr., 1866 færð á Fundur 5.apr., 1866)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0015v)


Fundur 5. April 66 a fundi. Las M.Jochumsen upp kafla

ur ferðasögu sinni með Sharp.

Jón Árnason frummælti fyrir stiptsbóka-

safninum. c: hvernig bæta mætti hag þess, svo

það betur gæti svarað til tilgangs síns. Hann

minntist fyrst á stofnun þess (met að þakka

útlengum mönnum) og síðan hvað hann það

máltæki: "hjúin gera garðinn frægan" og bætti

við: "asamt hússbóndanum". þ.e. landsmenn

verða að skilja rjett, viðurkenna rjett og nota

rjett stofnan sína, en forstjórarnir (em- stjórn

in bættismennþjóð) verður að vernda hana

og efla. Hvorttveggja er nú í þessu til-

liti í bágu horfi. Nú upplýsti hann þetta

með dæmum. Tilhögun á útlánum bókanna

er ofbundin og afleiðingin sú að safnið er

illa notað / alls ekki fyrir utan Rvík, með því

ekki má lána bækur nema vísindarit nemaBls. 2 (Lbs 487_4to, 0016r)


bæjarmönnum. Síðan 1856 hefur eingin fundur

verið haldið í stjórnarnefnd safnsins, undir

forsæti Jónasens síðan dr. Jon Thorsteinsen leið.

Nefndin er því að mestu ónýt (eins og nefndir

einatt eru) og hefur sárlítið gjört fyrir safnið

uþ nema þann ógreiða að útiloka utanbæjar-

menn frá því að nota safnið. Nefndin er líka

óþörf, en bókavörður er sómi sýndur, hefur

vald og ábyrð undir umsjón stiptyfirvald-

anna lið einsog Prentsmiðjan.

Hvað utlánatakendur snertir þá er

ekki martum þá að segja nema eins og

gjörist að ýmsir eru Frakkar með bækurn-

ar. Spursmálið er hvernig menn sækja safnið,

hvað fjölsótt það er: 1862, 40 lantak. 842b.

1863, 38 - 943b.

1864, 44 - 945b.

1865, 42 - 875b.

Upphafl. var tilætlast að safnið ætti næt eingöngu

"þarflegar" þbækur, en það hefur breyst; enda

yrði lítið um lestu væru skemmtibækurnar

undanteknar. Lestur á íslenskum bókum

er mjög að minnka, en rómanalesturinn

er langmestur. Síðan skýrsla bókavarðar

kom út hefur þó safninu bæzt allvel af

þjóðlegum bókum. Vill frummæl. enn hvetja

menn til að auðga safnið með bókum, eink-

um innlendum. Reyndar er ekki aðBls. 3 (Lbs 487_4to, 0016v)


undra þótt safnið fái lítinn viðgang meðan

stjórn og landsmenn sýna því ekki meiri sóma,

ekki svo mikið að þa þeim sem eiga að sjá

um það, sje eitthvað launað. Safnsins árlegu

vaxtatekjur eru rúmir 100 rd. sem ganga

fyrir viðgerðir skapa, ce bókakaup, inband h.

Frummæl. vill því simplificera stjórnina,

gjöra útlánið frjálsara og hvetja landsmenn

til að styrkja það betur með bókagjöfum og

hagnýta sjer það síðan sem bezt.

Forseti mælti með því að einn maður, launaður,

fengi stjórn safnsins. Spurnsmálið er, kvaðan

laun bokavarðar skyldi taka. Syndist hún sem

mætti borga nokkuð af opinberum sjóði. - Forseta

var falið að skrifa um þetta mál í Þjóðólfi

Fundi slitið

HEHelgesen  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar