„Fundur 28.nóv., 1867“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: 200px|thumb|right| Fundarbók, 1866-71. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. <small>{{Fundarbók_1866}}</small> * '''Handrit''': [http://han...) |
m (Fundur 28. nov., 1867 færð á Fundur 28.nóv., 1867) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 27. janúar 2013 kl. 17:58
Fundir 1866 | ||||
---|---|---|---|---|
29.jan. | ||||
7.feb.? | 15.feb. | 22.feb. | ||
1.mar. | 8.mar. | |||
5.apr. | 12.apr. | 25.apr. | ||
11.okt. | 18.okt. | |||
1.nóv. | 8.nóv. | 15.nóv. | 22.nóv. | 29.nóv. |
7.des. | 12.des. | 20.des. | •1867• |
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 28. nóvember 1867
- Ritari: Páll Blöndal
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0033r)
Hinn 28. nóv. 1867 var fundur
haldinn í Kveldfélaginu. Á þessum
fundi var mættur einn nýr félags-
maður, skólapiltur Kristján E. Þór-
arinsson, er undirskrifaði lög félagsins.
Því næst var tekið til fundarboðs-
seðilsins, og kom þá fyrst til umræður:
Hvað geta menn lært af forngripasafn-
i(nu) því, sem nú er í Reykjavík?
Sigurður málari Guðmundsson var
frummælandi, en mótmælendur voru
skólakennari H. Guðmundsson og Cand.
theol. E. Briem.
Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0033v)
Frummælandi mælti snjallt og
fagurlega um forngripasafnð hér
í Reykjavík. Kvað hann það vera
lykil til annarra forngripasafna,
(hjer) og gæti í mörgu tilliti eigi
að eins upplýst fornsögu Íslands,
heldur og allra Norðurlanda.
Taldi hann einkum til slíkra
fornmenja vopn, byggingar (skála), veggja-
tjöld, innventarium bæja og fl.
Þarnæst taldi hann allt frá
kirkjum, sem Danir hefðu flestu
náð frá oss. Þá hefir forngripa-
safnið hér náð nokkru, jafnvel
frá kaþólska tímanum. Því-
næst gat frummælandi þess,
að þörf væri á að safna göml-
um klæðnaði og kvennsilfri, sem
töluvert væri til af enn. -
Þarnæst taldi frummælandi
ýms gömul verkfæri, svosem vef-
stóllinn íslenzki sem "saangalt hefði verið til fyrir
G til 10 árum í Eyjafirði." - Því-
næst taldi hann ýmsan borð-
búnað og borðáhöld og sömu-
leiðis prentáhöld.
Þvínæst talaði frummælandi ýmis-
Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0034v)
legt fróðlegt um brynjur og verjur
fornmanna. - Kvað hann einnig
Islendinga fremur hafa lagað byggingar
sínar eptir angelsachsiskum en norsk-
um stíl. - Síðan talaði hann ymis-
legt fagurt, sem ei þótti í frásogur fær-
andi.
J Síðan stóð andmælandi H. Guð-
mundsson upp, og kvaðst ei hafa
miklu við að bæta. Þótti honum
frummælandi hafa talað meira
um, hvert gagn menn gætu haft
af forngripasafninu, ef það væri
eins fullkomið, eins og hann
gjörði ráð fyrir en ella. Kvað
hann æskilegt að fá "Fucsimitiu
frá Kaupmannahöfn og víðar að
til að bæta forngripasafnið.
Frummælandi kvað þetta æski-
legt, og hafði von um að slíkt mundi
fást.
Hinn andmælandinn, Eyríkur
Briem, kvað frummælanda eigi
hafa svarað spurningunni, og lýst
fremur, hvernig forngripasöfn ættu
að vera, heldur en því, hvernig
forngripasafnið veri hér í Reykjavík.
Frummælandi hafði taldi sér til mál-
bóta, að enn væri fjöldi af fornmenjum
Bls. 4 (Lbs 487_4to, 0034r)
víðsvegar úti um land, sem
hann nú teldi til íslenzkra forn-
menja og fást mundu til forn-
gripasafnsins. - Kvaðst hann hafa
sýnt fram á, að safnið hér
væri að nokkru gagni, því
gripir þess upplýstu í mörgu
fornöldina.
Síðan áttu andmæltu ýmsir ex
andifari frummælanda, einkum
varaforseti, og kvaðst hann ekki getið
dregið aðra ályktun út af ræðu frum-
mælanda, en þá, að forngripasafnið
hér í Reykjavík. gæti enn sem
komið í engu verulegu frætt oss
um fornsögu vora, og færði nokkur
rök fyrir því. Þvínæst hreifði
hann því, að fornbyggingar vorar,
sem menn hafa sannar sögur af,
hafi ei staðið lengi, eða verið mjög
merkilegar. Þótti honum líklegra
að byggingar í fornöld hér á Íslandi
hefðu verið gjörðar af timbri en Torfi,
en mjög veikar og því ei staðið lengi.
Frummælandi mótmælti sumu
af þessu. Fékk hann ýms andmæli,
er upplýstu málið.
Bls. 5 (Lbs 487_4to, 0035v)
Þvínæst var tekin fyrir (hið annað) hin
önnur spurning, er var á fundarboðsseðl-
inum, og var hún þessi: Hvernig getur
kveldfélagið stutt að þjóðhátíðinni 1874?
Forseti H. Helgesen var frummælandi,
en andmælandur voru varaforseti
Sv. Skúlason og skólakennari Jón
Þorkelsson, sem eigi var mættur.
Frummælandi byrjaði á að
skýra frá sögu þessa máls frá
því það fyrst kom til umræðu í
kveldfélaginu. Dvaldi hann einkum
við ritgjörðir þingsins í sumar við
mál þetta og nefnd þá, er sett er
í því, og áleit hann að félagsmenn
gætu stutt aðgjörðir nefndar þessarar
með því að safna gjöfum. Taldi
hann og nauðsynlegt að skrifa
aptur og aptur um mál þetta
í blöðunum. Óskaði hann að félags-
menn vildu taka að sér að skrifa
slíkar ritgjörðir, og lesa þær upp á
félagsfundum. Einnig óskaði hann
eptir, að félagsmenn, þeir er færir
væru um, rituðu upplýsandi rit-
gjörðir til þess tíma.
Með því að framorðið var orðið
var (anra) frekari umræðum um þetta
mál frestað til næsta fundar
Fundi slitið
HEHelgesen PBlöndal
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af: Eiríkur
- Dagsetning: 01.2013