Fundur 19.des., 1867

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 27. janúar 2013 kl. 14:09 eftir Eirikurv (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. janúar 2013 kl. 14:09 eftir Eirikurv (spjall | framlög)
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 487_4to, 0037v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0037v)


Kvöldfundur 19 Dec 1867

Þessi fundur var haldinn sökum þess að prestur sjera

Mattias Jochumsson frá Móum var staddur hjer í bænum

og vegna þess að fundurinn var myndaður í svip

var eigi neitt ákveðið fundarefni fyrirtekið, heldur

voru dregnir seðlar og urðu menn að draga þá eptir

aldri, og samstundis halda út af þeim kapitula

Hinn fyrsta seðil dró Sveinn Skúlason; á honum

stóð "Hvernin stendur á því að fjelögin ekki skap-

ast við lög beinlínis? Til hvers eru þá lögin?

Getur nokkurt fjelag staðið lagalaust?"

Sjera Matthias talaði með og Sveinn aptur og eigi fleyri.




Lbs 487_4to, 0038r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0038r)


2 Seðill. Jón Borgfirðingur. "Teljum eigi

höfuðin, en vegum þau!" Forseti talaði

skrifari líka og sjera Matthías.

3 Seðill: Adjunct Haldór Guðmundsson. Á hverju

þekkist maðurinn bezt? Auk hans talaði

stud. theol. Jón Bjarnason sjera Matthías, Eiríkur

Briem Forseti skrifari og Hannes Stephensen og Sveinn

Skúlason

4 Sigurður Málari. Sje jeg að eiðar eru orð, í sætum svefni dreymd

sofanda vöktum gleymd. Auk hans talaði sjera Matth.

Jochumsson, Sveinn Skúlason og Hv Skrifari

5. Seðill: Árni Gíslason. Fátt er svo illt að einungi

dugi Auk hans mælti Sigurður Málari Sjera Matth

og Haldór Guðmundsson

6. Seðill Sjera Matthías Jochumssen: Hverjir voru mestu

kraptaskáld á 17 öld. Fleyri töluðu og um þetta

mál.

7 Seðill. Helgi Helgesen forseti: Hvað er feimni




Lbs 487_4to, 0038v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0038v)


og hverjar eru afleiðingar hennar? Sveinn Skúlason

talaði líka og Sveinbjörn Sveinbjörnsson

8 Seðill. Jón Bjarnason "4 element verað flokkuð 2 og 2

Hefur nokkurt mál sjerskilt orð yfir hverja af þessum

flokkunum og hver eru elementin." Haldór Guðmunds

son talaði einnig

9 Hannes Stephensen, "Hvað er skáldlegast á Kjalarnesi og

Kjós, Sveinn Skúlason sjera Matthías Jochumsson og

forseti töluðu líka.

10. Eiríkur Briem: Hvaða munur er á Kölska og

Safyr. Fleyri töluðu eigi

11. Sveinbjörn Sveinbjörnsson: Hvaða munur er

er á aldreisinnum og núllsinnum. Haldór

Guðmundsson talaði dálítið um þetta

Fundi slitið

HEHelgesen ÁGíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar