Fundur 15.nóv., 1866

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 6. janúar 2014 kl. 22:31 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. janúar 2014 kl. 22:31 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0023r)


15. nóv.

Um stop forngripasafnið. Eggert Briem

frummæl. Fyrst sagði hann sögu safnsins

og nefndi Sigurð mál. sem hvatamann, en

Helgi (prestr) á Jörva gaf fyrst til þess.

Hann hinna helstu funda fornmenja

og gjafa frá ymsum mönnum. Enn hefr

enginn opinber fjestyrkur fengist handa

stofnuninni, þrátt fyrir ítrekaðar bænir

jafnvel frá Alþingi. Nauðsyn og gagn safn-

sins er auðsær; ómissandi vafandi

þörfum allskonar menntunar, t.a.m.

sögulegrar og listafræðilegrar. Því verður

ekki neitað að gripir eru svo margir enn

til í landi voru að safnið verði með tíma-

anum all álitlegt. Allir viðrkenna

að stofnuninni vanti bæði sjóð, launaða em-

bættismenn og húsrúm með hirzlum; með

sjóðinum skal kaupa gripi og ef hann yxi

þá flyra sem stofnunin með þarf, skápar,

umbúðir, húsaleiga, prentun, skýrsla, o.fl.

Allt þetta er ófært enn, en þarf allt við,

og hefur gengið í ólagi enn sem komið

er og fallið umsjónarmann til þýngsla.

Tveir vegir eru til að stofna sjóð. 1° að

þrælbiðja stjórnina með fluttningi

og fulltyngi yfirvaldanna og bænarskráa.
Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0023v)


2° að heita á landsmenn og er það

öllu líklegra, helst ef einhverir byrja

fyrst. Bréfleg áskorun vel samin væri

að minnstakosti vel vegnandi. Privat

bréf sömuleiðis. Loks las h [einhverskonar merki] upp upp á

stungur nokkrar viðvíkjandi efling félagsins.

Sig. málari. Forngripasafn íslenskt hefr. „scandi-

navisk interesse“ – hér hafa fundist til forna

„Bronce“ tól og af því kja eina verður sannað

að Bronce er ekki afar mjög eldra en Ís-

landsbyggð (eða sögu öld Norðurlanda.

Skurðr á trafakeflum er mjög fróðlegur í

sögulegu tilliti. Hann gat þess að margir

gripir væri til, sem ekki fengust eða næ-

ust af efnaskorti og er slíkt óþolandi.

„Ef pláss og peningur væri til get ég útvegað

8-10 tjöld t.a.m. sem eg veit af.“ Skýrslu

leysið hamlar mest framförum safnsins og

trausti manna og áhuga þar á. Í blöðum

er illfært að gefa út skýrslur, enda þótt

blaðamenn vildu gjöra þar, vegna

ymsra ástæðna. Að auglýsa gjafirnar

er bráðnauðsynlegt, því annars leiðir

af stofnuninni ekki „Forfremmelse“

heldur „Fornærmelse“, þ.e. að segja ef

gjafirnar sjá ekki opinbera viðurkenningu.
Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0024r)


Páll Melsteð studdi mjög að auglýsa skyldi

gjafir stofnunarinnar, en mjög vantreysti

hann því að Þjóðólfur vilji eða geti dugað

í þessu eins og komast mætti af með.

Hann studdi og það að láta prenta áskorun

til þjóðarinnar um lítilsháttar sam skota því

til bjargar og lífsuppeldis. Er safninu óhætt

þar sem það er (á kirkjuloptinu). (Sig. mál: jú,

það held ég, enn þá) Sig. mál. vantreysti

stjórninni gjörsamlega, og kvaðst byggja ör-

vænting sína og vantrú á reynslunni. Varafor-

seti kvað Sigurð gjöra efnivið úr áheitunum

við landsmenn þetta fjelag; hann vill ekki láta kosta

skýrslu af oss því það er heldur langt frá

stefnu og ástæðum vors félags. Hann

vill láta prenta skýrslu safnsins í Skýrslum

Bókmenntafélagsins, því þær séu miklu

útbreiddari (erlendis) en Þjóðólfur. Ófært

að semja aðalskýrslu fyr en allir gripir

safnsins eru komnir á eitt stað. Hann hvetur

til að knýa á dýr stjórnarinnar, þangað til hrýfur.

Matthías Jochumsson stóð því næst upp og ??? lengra

Því næst var kosin þriggja manna nefnd

til að íhuga uppástungur frumælanda. Voru

þessir kosnir: Sigurðr mál. Jón Árnason og Páll Melsteð.
Bls. 4 (Lbs 487_4to, 0024v)


Næsta fundarefni Jón Borgfjörð: um

prentsmiðjur Íslandi til forna og nýju

andmælendur Páll. Melsteð. E. Briem.

Fundi slytið

Matthías Jochumsson

Sv Skúlason  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 7. desember 2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar