„Fundur 4.apr., 1864“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[File:fundarbok1861-66.png|200px|thumb|right| Fundarbók, 1861-66. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.]]
[[File:fundarbok1861-66.png|200px|thumb|right| Fundarbók, 1861-66. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.]]
<small>{{Fundarbók_1864}}</small>
* '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04-0486 Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866]
* '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04-0486 Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866]
* '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn]
* '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn]

Nýjasta útgáfa síðan 12. janúar 2013 kl. 22:06

Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 486_4to, 0061v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0061v)


Manudaginn 4. April 1864 var fundur haldinn í Kvoldfjé-

laginu og var þá tekið fyrst fyrir áframhald af umræð-

unni um latínuna. Tók Gísli Magnusson fyrst til máls

og fór mörgum orðum um ágæti latínunnar, hve mörg orð

úr henni orð úr henni hefði komist inn í íslenzkuna

og æskilegt væri að jafnvel kvennfólk sem hefði tíma og

tækifæri til þess verði svo sem tveimur árum af æsku sinni

til að læra latínu, en alt fyrir það þætti sjér of miklum

tíma varið til latinukennslu til í lærðaskólanum en menn

ættu heldur að læra t.a.m. Ensku frakknesku og teikningar o.s.fr.




Lbs 486_4to, 0062r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0062r)


en hinsvegar væri æskilegt að einstakir menn, sem hefði

og findi hjá sjer köllun og styrk til þess, gætu notið

nægilegrar og fullkomnari kenslu í latinu en nú er,

og yfir höfuð vildi hann setja latinuna, sem hefðarkonu,

ofarlega á efsta bekk. Jón Þorkelsson tók því næst til

máls og kvaðst ekki vilja mínka latínu kenzlu í lærða skólan-

um því kynnu menn latinu vel sem væri frummál margra

annara mála, gætu lært hin málin af sjálfum sjer, og

hann vildi einnig að mönnum jafnvel væri kenn að ljóða

(pangera) á latinu. - Gísli Magnússon frummælandi

kvaðst raunar fallast á það, en þó þætti/sjer rjettara að fyrst

væri kennt að ljóða á íslenzku og þá síðan á latinu, en yfir

höfuð væri bezt að hver lærði um mest í þá stefnu sem

hann væri mest hneigður til; og hæfilegt virtist sjer að einni

stundu væri varið á hverjum degi væri varið til að kenna

latinu í skólanum. - Mattías Jochumsson tók því

næst til máls og var mjög á sama málið og frum-

mælandi og sjer þætti latinan, um of dýrkuð eptir að hun




Lbs 486_4to, 0062v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0062v)


var dauð, þó hún sje vegleg og göfug og móðir málanna

Jón Þorkelsson hjelt en fram sinni fyrri skoðun og tók fram

mörg dæmi til að styrkja mál sitt; latinan væri einka mál

vísindanna á liðnum öldum, og þó íslenzkan væri dýr

mætust og virðingarverðust allra mála fyrir oss, þá væri

þó latínan mjög ómissandi. Forseti ræddi því næst

og mjög í sömu átt og frummælandi. Sveinn Skúlason tók

síðan máls og reindi til að samríma skoðanir frummælanda

G.M. og andmælanda J.Þ. - Jón Þorkelsson mælti

þarnæst og síðan frummælandi og þar á eptir forseti.

Fleyra var ekki rætt á þessum fundi en á næsta fundi

var haldið heldur Kristján Jónsson ræðu um mansöngs

menn í fornöld sem ekki varð rætt um á þessum fundi.

Fundi slitið

H.E.Helgesen Á Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar