Fundur 5.jan., 1865

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0089r)


Fundur var haldinn 5. Janúar og var þá haldið afram

umræðunum um íslenskuna og tók þá fyrst til máls

Páll Melsteð. Vill við hugsum mikið um móðurmálið og

reynum að fleyta því áfram það er agætt og maske fegurst

í Norðurálfu. Þotti Sv. Skúlason fara heldur langt í domi sina

um þýðingu brjefa Horazar þykir hún góð í mjög mörgu þó

hann eigi geti fellt sig við allt. Málið er komið undir lær-

dómi en eigi minnst undir góðum smekk. Þykir Egilsen

aðdáanleg fyrirmynd; hann vex því meir sem lengra frá líður

prísar sig lukkulegan að hafa sjeð hann og verið hans

lærisveinn. Þó finnist í ritum hans rangskilið orð ryrir ei

ágæti hans; öllum hefur yfirsjest í einhverju – Egilsen er

það að þakka að menn finna að hann hefir misskilið

orðið. – Hvetur til einingar og vonar að fjelag vort verði þá

að góðu gagni

Gísli Magnússon tók því næst til máls og las fyrst upp kafla

ur arbokum Espolins og þotti þar vera fegurð máls og víða

goð frasaga og víða meir en ártöl og þur tala. Þvínæst las

hann upp bók frá 1609 er kallast Syndakeðjan og er málið

þar heldur slæmt og til samanburðar las hann ur NT. Odds

Gottskalkssonar sem var miklu betra mál á frá 1540. Úr Klaustr-

postinum las hann og kafla og þotti það eðlilegt að sá sem var

eins og sol meðal stjarna sumar aldar og hafði hinn bezta vilja

þó skrifaði eins vont mál af því hann hjekk aptanvið dönsk-

una og þykkuna. – Furðar sig að nefna J Thoraldsen svo sem

þann er skrifi fegurst mál; Skrifar löglegt mál er sjálfsagt

er þó eru aðrir nær.



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar