„Sigurlaug Gunnarsdóttir (í Ási)“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[File:sigurlaug_gunnarsdottir.jpg|thumb|right| Sigurlaug Gunnarsdóttir í Ási, Ljósmynd í eigu Varmahlíðarskóla.]]
[[File:sigurlaug_gunnarsdottir.jpg|300px|thumb|right| Sigurlaug Gunnarsdóttir í Ási, Ljósmynd í eigu Varmahlíðarskóla.]]
==Æviatriði==
==Æviatriði==
* Sigurlaug Gunnarsdóttir, saumakona og ljósmóðir, f. 29. mars 1828, d. 20. júlí 1905.
* Sigurlaug Gunnarsdóttir, saumakona og ljósmóðir, f. 29. mars 1828, d. 20. júlí 1905.

Útgáfa síðunnar 12. október 2015 kl. 14:04

Sigurlaug Gunnarsdóttir í Ási, Ljósmynd í eigu Varmahlíðarskóla.

Æviatriði

  • Sigurlaug Gunnarsdóttir, saumakona og ljósmóðir, f. 29. mars 1828, d. 20. júlí 1905.
  • Foreldrar: Gunnar hreppstjóri Björnsson frá Herjólfsstöðum og Ingibjörg Björnsdóttir.
  • Maki: Ólafs Sigurðssonar í Ási, frændi Sigurðar Guðmundssonar.
  • Börn: Jón (1855), Sigurður (1856), Ingibjörg (1857), Gunnar (1859), Pétur (1861), Björn (1862), Guðmundur (1863), Pétur (1866), Þórunn (1870), Þorvaldur (1872).


  • Stofnandi fyrsta kvenfélags á Íslandi.[sk 1]
  • Kenndi í kvennaskólanum í Ási ásamt Jónu Sigurðardóttur frá Nesi.
  • Sigurlaug var að öllum líkindum fyrsta konan sem saumaði faldbúning eftir hugmyndum Sigurðar.


Sigurlaug Gunnarsdóttir og Sigurður málari

„Þegar Sigurður Guðmundsson málari ferðaðist um Norðurlandið 1856, þá kom hann að Ási og kyntist frú Sigurlaugu. Hann dvaldi þar í 2 daga og talaði margt við hana um íslenzka kvenbúninginn, sem hann var þá farinn að hugsa um að endurbæta. Árið eftir kom ritgjörð eftir hann »um kvenbúninga« í »Nýjum félagsritum«, og nokkuru seinna sendi hann Sigurlaugu margar teikningar, bæði til að baldyra og skattéra eftir á skautföt. Þá fór hún að sauma sér búning eftir hans tilsögn, kennaralaust og í hjáverkum sínum, að heita mátti. Búningi þeim var lokið 1860, og var það sá fyrsti með þeirri gerð norðanlands. I honum var hún þá í brúðkaupsveizlu, og litu þá margir upp stórum augum, og þótti hann mun glæsilegri en gamli búningurinn að frádregnum faldinum, sem þótti litill og tilkomulaus eftir »rekuna« gömlu. Ungu stúlkunum leizt þó vel á þessa nýung og hjálpaði Sigurlaug þá mörgum að sauma sér líka búninga, svo hann breiddist þaðan út. Enda er henni jafnan sárt um hann, og óskar að hann leggist ekki niður, meðan landið byggist.“ (Kvennablaðið, 8 árg. 1 tbl. 28. Jan. 1902, bls. 2)


Tenglar

Dánartilkynningar


annað

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir