„Fundur 6.jún., 1864“: Munur á milli breytinga
m (Fundur 6. juni, 1864 færð á Fundur 6.jún., 1864) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[File:fundarbok1861-66.png|200px|thumb|right| Fundarbók, 1861-66. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.]] | [[File:fundarbok1861-66.png|200px|thumb|right| Fundarbók, 1861-66. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.]] | ||
<small>{{Fundarbók_1864}}</small> | |||
* '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04-0486 Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866] | * '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04-0486 Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866] | ||
* '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn] | * '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn] |
Útgáfa síðunnar 12. janúar 2013 kl. 22:07
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 6. júní 1864
- Ritari: Helgi E. Helgesen
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0067v)
6. Maí 1864 var fundur haldinn í Kvöldfjelaginu. Vakti Gísli
Magnusson fyrst máls á því að H. Kr. Friðriksson hafði á síðasta funda
kveldi verið heyrandi nær en menn vildu og sagði að hann hefði
getið þess að hann hefði heyrt málróm manna og talað um
Ingolfsvorðu em aptur kvaðst Gísli hafa farið undan í flæmingi.
Forseti gat þess að hann hefði orðið þess var er Halldór gekk út
að hann mundi hafa verið heldur nærri en kvaðst þá
sjalfur hafa farið þangað er H. Kr var og ekki getað heyrt
nema málróminn og einstök sundurlaus orð.
Þvínæst tók Sveinn Skulason til máls og útskyrði
fyrst að hann skildi við drengskap lítalausa framgöngu
í siðgerði og ótauða framgongu og hugrekki. - Nefndi vísu
Eggerts Ólafssonar "Askell goði gestur" o.s.frv. og byggði þar á. tók
sem dæmi um drengskap Gunnar og Njál. Gunnar sem
riddaralegt eðalmenni, og taldi kosti hans, og Njál sem vitran
og tryggan vin. Áskel goða, friðsemi hans, og einstakar
tilraunir á þeim tímum, að sín væri ekki hefnt.
Hverjir mestir nyðingar. Fleira afsakanlegt á söguöldinni
fyrir þá. Menn mega ei slíta manninn frá sinni til; vjer
verðum að meta hann eptir hans tíma. Eggert Olafsson
skarðar líka fáa og finn : Njála ætlar víst í Merði að sýna
fullk fant. Njála sýnir astæðr fyrir að hann er svo vondur
skipun föður hans og eigin lyst. Morðr var af tignum kom-
inn; ættin hefir komizt í eymd en hefir longun til valda og
metorða. Mörður gefr ekki um meðölin en heldur sínu
Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0068r)
striki þangaðtil hann er búinn að fá þau völd er hann vill
Hann er mikill nyðingur, en hefir þó aftokur í skipum foður síns
og askorun annara en Skamkell hefir ekkert sjer til afsök-
unar. Kemur allstaðar fram til skaða sjér og oðrum til ills.
Hefir gaman af hinu illa af því það er illt; hann er fullkom
inn níðingur. Margar stórar personur eru á söguöldinni sem
sýnast vondar svo sem Hallgerður en sem í tíðar auðmenn
hafa afbötm ; álítr ei níðingsskap í hennar fari. Ríkborin
alin upp við allt gott við oheppileg gjaforð varð hún
kvennskratti en ei níðingr. Hefndin tekur í fornöld svo
mikið ríki yfir þeim mönnum sem stórlundaðir eru
að þeir þeir geta ei ráðið við sig. Gunnar hafði gjört
henni það smanarverk að hún með sínu storlyndi gat
ei annað en hefnt þess.- Bezt sem minnst af dæmum
má segja svo margt um hverja perónu. - Hefr haldið sjer
hjer við landið þó sláandi dæmi sjeu í öðrum Norðurlondum.
J. Þorkelsson í öllu venl samþ. þokti ei vel tekið fram
hjá Gunnari það að hann vildi leggja mikið í sölurnar
fyrir vini sína. Askell goða er honum ei ljóst um. Um
veglyndi hefði matt fá betri dæmi í Noregskonungum.
Af nyðingum er Mörður skárri en Skamkell; en valla
nokkurt illvirki án orsaka annaðhvort í æfi manna
eður oldinni; vill ei afsaka níðinga. Hallgerður
va verst af þeim 3, hún vann til hoggsins hefði
ef hún vildi getað skilið við hann og fengið menn til að
Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0068v)
drepa hann f en það gjörði hún ei heldur níðist á
honum er hann var ofurliði borinn. Sterkasta ástríða
hjá fornmönnum er metorðagirnd, dráp er sjálfsagt
ef einhver situr yfir virðingu þeirra; þetta verður varla
kallað níðingsverk, sjálfsagt líkt, en hún fór svo illa
að því að hefna sín.
Sigurður Guðmundssin tók fram Bergþoru er
synir einstakt drenglyndi og svo Hildigunnar. Hænsa
Þorir þrælmenni vill ei gefa nje selja hey, lætr drepa
bezta mann í sveit og lygir upp á fostursin sinn.
Þorólfur Bægifótur. Man ekki þessa djöfla sekt
niður.
Gísli Magnússon þykir frummælandi fara dreng-
mannlega, skyrir drengsskap heldur negativt, : maðr
sem vill koma fram til guðs og haga sjér raðvándlega
álítr að þar til þurfi positivs; góðum drengur getur orðið
á að gjöra hriðjuverk, ef hann kemur roggsamlega fram
í heiminum. Dæmi: Noi, Bolli ódrengil. í viðreign við
Kj. Olafsson en þó samvizkusök að heita honum um
drengskap. Frummælandi tók öðru vísi í malið en ætl-
aðist til, spurningin var ei hvernig drengskapur Gísli
sjer í fornkoli, heldr hver var mestur, vonaðist
því eptir fleiri dæmum af þeim fróða manni
gæti sjálfr nefnt m ymsa aðrir máski fleiri, hefði þótt
fróðlegra að frummælandi hefði nefnt fleiri. Frummæl-
Bls. 4 (Lbs 486_4to, 0069r)
andi svaraði vel þeirri spurningu hversu verja mætti
níðinga í fornöld en eigi því er spurt var um. Hall-
gerðr Langbrók verður ei hreinsuð fyrir níðingsskap,
hefir viljað afram fórst sem fúlum kvennskratta, að
söms fegurra hún brást Gunnari svo sem hún gat brugð-
ist honum er honum lá mest á og hefði jafnvel
í heiðni átt að bregðast öðru vísi við. Haulippa
kvennskratti talinn, hafði þó margar afsakanir. Hann
vildi fá kvennskratta til að skeyta skapi sínu á og
til að bæta sjálfan sig um leið. Dæmi er mjer datt í hug
er Illugi er hann er með Gretti bróður sínum, slík dæmi
aldrei of fpt nefnd. Ennþá eitt dæmi í Njálu. Flosi,
eptir því sem eg eltist breyttist skoðun mín á honum. finnst
hann optastnær koma fram sem röskur maður og jafnvel
drenglyndur. Ennþá einn Karkur. Honum fór skítlegar, en
fór O. Tryggvasyni drengilegar við hann? H Tryggvason er
talinn góður drengur en lofar í svínstíinu að sá sem raði
jarli bana skuli fá maklega umbun. Olafr lætr hengja
hann þar hann sveik lanadrottinn sinn. Ef meining
í því sem hefi sagt þá þ sú að mjer þótti vanta hjá frummæl-
anda það sem jeg sagði og þótti hann sýna syndi of mikinn drengskap
í að verja Hallgerði.
Sigurður Málari alítr Flosa goðan dreng og einnig
Bolla þó hann drepi Kjartan; þeir gátu ei hjá því
komist hinn fyrri að að drepa Njál hinn síðari
að drepa Kjartan. Rútr kemr fram sem drenglyndur
er heilráðr við Gunnar. Síðuhallur gjörir son sinn
óhelgan til sátta.-
Bls. 5 (Lbs 486_4to, 0069v)
M. Jochymsen. Þotti fá dæmi tekin fram af frummælanda
Dæmi froðleg og skemmtileg. Conhastarnir eru það sem
menn græða svo mikið á. Gunnar Lambason níðingur
í vegunum er hann segir að Skarphjeðinn gratt grati
(Sumir Nei hann var stríðinn). Gísli Sursson er drenglyndur
myrðir mág sinn en öll hans saga er drengl. (J.Þorkelsson
Nei hann tel eg ei drenglyndan. Arinbjörn er hann tekr
móti Egli í Jórvík er drenlyndur. Drengskapr kemur fram
hjá hversdagshetjunni, vilja ei vea að liggjandi mönnum
eða vopnlausum mönnum. Þjostólf má setja á bekk
með Skamkeli (Ymsir; nei illmenni ei níðingur.)
Sv. Skúlason: Heppinn vegur er jeg fór hef gefið öðrum
morg dæmi. Ófært að gjöra registur fyrir fáfróðan mann
sem G Magnusson, hefði ei tekizt betur með fleiri en
þá fáu er jeg varði. Sú afbökun er liggur í tíðarandan-
um er sterk og menn hafa ei sannað betur að hún væri
góð vond en jeg að hún væri góð. Viðureign kvennanna. Gunnar
hefði aldrei hennar sáka hún hefði hefndarhugsunina
sterkar en hann sá hvað rjettar var. Hallgerðr er dreng-
lynd er hún sendir Skamkel til Hrúts, það er drenglynt
og duglegt aldrei að hræðast og jafnan með kulda að
taka stortíðindum. Vjer megum ei dæma menn níðinga
nema þá sem enga afbötun hafar. Þórólfr Bægifótur hefir
mjög lítið til afbötunar verðr syni sínum að bana. -
Athugasem Gísla um konurnar. Rannveig og Bergþora
sagði Gísli að ef baðar hefðu varið illráðar hefðu þær
getað komið Njali og Gunnari saman, en efast um það
Bls. 6 (Lbs 486_4to, 0070r)
álítur Njál og Gunnar hafða upp yfir hve eggjanir kvenna og
konur þessar voru ei svo lagaðar. Magnús Goði Noregskonungr.
er bezta dæmi uppá drenglyndi. Gísli spurði hvort laun
Olafs við Kork væru drenglynd. Er svarað í Kvöldvokun-
um: Svikin nýta allir en svikarann hata allir. Olafr
to hefði haft meira fyrir að vinna Noreg ef Karkr ei hefði
drepið jarl en afellir ei Ólaf er drap þrælinn er sýndi nyðings
verk á herra sínum. Alítr Olaf drenglyndan
Kristján Jonsson. Tveir þrælar lögðu sig yfir Vígaglúm
þannig meðal þræla veglyndir menn. Þrandr í Götu níð-
ingur. Drenglynt er Eiríkr Bloðöx gefr Agli líf.
Gísli Magnússon. Ræður frummælanda um Hallgerði
Frum áhrif á mig og ræða Rath. klerksins, fræðist en
snýst ekki.-
J. Arnason: Drengskapur Bergþóru gjörir ódrengskap
Hallgerðar ennþá ljósari og vice versa. Að oðru leyti
ef eg í Hallgerðar stað og fengið kjaptshögg og maðr minn
ei vildi rjétta hluta minn, jeg hefði viljað hefna mín
en máski ei geymt hefndina þangað til reið á lífi
mannsins. -
Frekari umræðum frestað til næsta vetrar.
Síðan tók G. Magnusson til máls og las upp uppkast
til blaðaritgjörðar er veki máls á Ingolfs minningu.
Sagði að nefndin hefði álitið bezt að koma þessu á me fram-
færi í blöðin. Síðari kaflinn þótti góður og vel orðaður
en ýms orðatiltæki þóttu í fyrri kaflanum síður vel valin
vill menn játi að áfátt sje Reykvíkingum en lofa bót og
betrun. Nefndin áleit að fjélag vort ætti að koma því á færi í
Bls. 7 (Lbs 486_4to, 0070v)
blöð og til heldri manna, svo sem til Jons Guðmundssonar
sem formanns Bæjarstjórnarinnar, er kallaði fund saman
er kysi nefnd samanstandandi af Stiptamtmanni
fogeta og J.Guðmundssyni.- Fjelagið fól Nefndinni í Ingolfs
málinu gömlu að koma því fram bæði í blöðum og við
J.Guðmundsson hið fyrsta hún gæti.-
Fundi slitið
H.E.Helgesen
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Eiríkur
- Dagsetning: XX.XX.2011