„Fundur 12.jan., 1865“: Munur á milli breytinga
m (Fundur 12. jan., 1865 færð á Fundur 12.jan., 1865) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[File:fundarbok1861-66.png|200px|thumb|right| Fundarbók, 1861-66. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.]] | [[File:fundarbok1861-66.png|200px|thumb|right| Fundarbók, 1861-66. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.]] | ||
<small>{{Fundarbók_1865}}</small> | |||
* '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04-0486 Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866] | * '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04-0486 Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866] | ||
* '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn] | * '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn] |
Útgáfa síðunnar 6. janúar 2014 kl. 21:59
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 12. janúar 1865
- Ritari: Árni Gíslason
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0089v)
Ár 1865, 12 janúar fundur haldinn í Kvöldfjelaginu
Procurator Páll Melsteð las þá fyrst þátt Eindriða og Erlings
Þvínæst tók Frizt Zeuthen til máls um eðli og lækning gigtar-
innar. Tók hann veiki þessa arthitis en ekki í hinni almennu þíðing sem hun er hofð á Isl.
Gigtin sagði hann byrjaði með óreglulegri matarlist og melt-
ingu, geðveiki, sárri tilfinningu í maganum og uppundir hjarta
kúluna beisnum svita rauðleitu þvagi og svo framvegis Komi lækn
irinn að strax í byrjun sýkinnar hepnast stundum að að koma
í veg fyrir hana með uppsölu þó sumir álíti það skaðlegt
Gigtin komi stundum í fíngur og tær milli fremsta og efsta liðs
byrji hún opt með flogum um miðnætti og vari samt í einu
Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0090r)
í 2 tíma svitinn sem komi liti silfrið svart og fingurinn
eða táin verði rauð - opt sje gigtin rekin með rangri
aðferð t.a.m. með köldu vatni og ymsum áburðum, úr sínum
rjetta stað til annara og innri parta likamans þar sem
hún er miklu skaðlegri. Gigtin sje vest á haustin og vetrin
og yfir höfuð þegar veðrabreytingar eru mestar Gigtarhnútar
komi af því að sölt þau sem safnist í liðunum ekki nái að
flytjast eptir eðlilegri rás um líkamann. Því næst tók han
fram einkenni þau sem aðskilji giggt og "Hrymatisme" -
Gigtin gangi í erfðir og byrji optast nær um 30 aldur og haldi
síðan áfram nema hun verði þegar læknuð, hún komi miklu
optar í kallmenn en kvennfólk, örðugra sje að lækna þá
sem hafi fengið hana í erfðir en ella. Að jeta mikið kjöt
og neita áfengra drykkja um leið sje hin sterkasta orsök til
gigtar, sinnin vosbúð o.fl. Ómögulegt sje að lækna gigtina til
hlýtar sje hún komin fyrir alvöru. Ófært sje að jeta súrt salt
feitt, mjólkurlaust kaffe og the og veit af öllu áfengir drykkir
gott sje að hafa hreifingar og svitna og fara í böð og drekka
volgt vatn. o.s.f. Þvínæst talaði hann um ýms þau meðöl sem bezt
væri álitin við gigt og hvernin þau væri brúkuð og taldi bezt þeirra
Semina Colkiqum Komi "Betandehe" verði að taka blóð. Fari
gigtin í innvortis parta líkamans verður að leiða hana aptur
á þann stað í útlimunum sem hún byrjaði upprunalega í. Hin almennasta lækn-
Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0090v)
ing sje að fra í heit böð og vera í þeim heilan tíma á hverjum
degi. Mörg önnur meðöl nefndi hann og sem brúkað væri við gigt
inni. Þorsteinn Jónsson (Andmælandi) taldi fleyri meðöl og læknis-
aðferðir og var að öðru leyti að mestu leyti samdóma frummælanda.
Gísli Magnússon sagðist óska að læknarnir reyndu til að skýra
fyrir löndum sínum eðli sjúkdómanna og lækninganna og kenndu
mönnum að forðast þenna óvin áður en hann rjeðist á þá. Hann
sagði íslenzka þjóðin þekkti mikið til sögunnar. Af hverju?
af því sögurnar voru ritaðar á íslenzku. Þekkir mikið til
guðfræðinnar; Af hverju? Af því hún er rædd á íslenzku
til lagafræði; af því mörg lög eru lögð út á íslenzku.
Læknisfræðin er hulin leyndardómur fyrir þjóðinni. Af-
hverju. Af því alt þetta það sem að henni lítur er ritað á latínu
og væri það æskilegt að meiri stund væri lögð á að búa til
íslenzk orð og ræða og rita um læknisleg málefni meira á íslenzku
en gjört hefir verið híngað til.
A næsta fundi: Sigurður Guðmundsson um "hvað veldur því að sjerstak-
legir buningar myndast hjá hinum ymsu þjóðum" og "hvað einkennir
þjóðbúning íslendinga og af hverjum rótum er hann
runninn Andmælendur:
Fundir slitið
H.E.Helgesen Á Gíslason
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Eiríkur
- Dagsetning: XX.XX.2011