Endurskoðuð lög fjelagsins

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 486_4to, 0119r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0119r)

Felag vort er öndverðlega stofnað af nokkrum úngum

mönnum, af því að þeir hafa fundið hjá sér þörf og löngun

til að koma saman endrum og sinnum eptir hversdagsleg

störf sín, til þess að lífga anda sinn á þann hátt, er sam-

boðinn sé siðferðislega mentuðum monnum og hafa þeir

sett sér þessi lög:

1. gr.

Félag vort heitir "Kvöldfélag".

2 gr.

Tilgángur félagsins er að reyna að glæða innlendt

líf, einkum í fróðleik og fögrum mentum.

3 gr

Fund skal halda í félaginu laugardag í viku

hverri kl. 8 e.m. eða að minnast kosti annaðhvörn laug-

ardag, og skal fundarhald hefjast með Oktobermánuði,

og enda með mai mánuði.




Lbs 486_4to, 0119v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0119v)


4 gr.

Hin almennustu störf félagsins skulu vera þessi.

að ræða á fundum fróðleg og vísindaleg efni, og daga menn

annaðhvort ritaðar spurningar til andsvara og úrlausnar,

eða eiga kappræður, eða hafa söngskemmtanir, eða aðra

þá skemtun, er forseti kemur sér saman um við félags-

menn. Utanfunda setja menn lög við innlendan kveð-

skap, semja eða safna ritgjörðum, smásögum, leikritum,

æfintýrum, kvæðum, skáldsögum, ferðasögum, héraða-

lýsíngum, lýsingum á háttum manna og sveitabrag

gátum, draumum, fyrirburðasögum loptsjónalýsíngum,

og sérhverju öðru, er að þjóðlegum fróðleik, og þjóðlegri

fegurð lýtur.

5 gr.

Félagar varist allt, er truflað geti tilgáng

fundanna.

6 gr.

Í öllum almennum málum ræður afl atkvæða,

en einga ákvörðun má taka um þau málefni er varða

felagið miklu, nema því að eins að forseti hafi áð-

ur getið þeirra í boðunarbrjefi til fundanna.




Lbs 486_4to, 0120r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0120r)


7 gr.

Á næsta fundi fyrir miðjan april vor hvert skal

leggja fyrir félagsmenn, að minnsta kosti þrjár verðlauna-

spurningar. Úrlausnir þeirra sendist forseta eða af-

hendist hönum fyrir síðasta marz næsta ár, og skulu þær

vera án undirskriptar höfundannarins, en einkendur með

einhverju merki (motto); skal þeim fylgja innsiglað brjef

með sama merki utan á, en nafni höfundarins innaní.

Skulu þær lesnar upp á fundum svo fljótt sem unnt

er, eptir að þær hafa borizt forseta, og nefndir kosnar

til að dæma þær.

8.gr.

Nú vill einhver félagi stínga upp á nýum félags-

manni, nefnir hann það þá við forseta, en forseti getur

þess í boðunarbréfi til næsta fundar. Kemur þá sú uppá-

stúnga til umræðu og atkvæðagreiðslu. Verði atkvæði með

því, að hönum sé boðið að gánga í félagið skal velja þann

úr flokki félagsmanna, er bezt þykir henta, til að bjóða hön-

um að gánga í félagið. Skal sá gæta allrar varúðar, og gefa

hönum sem minnstar og almennastar upplýsingar um

um félagið, en þó eingar fyr en hann hefir bundist




Lbs 486_4to, 0120v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 4 (Lbs 486_4to, 0120v)


þagnarheit við hann. Ef einhver, er boðið hefir verið

í félagið, kemur á fund, heyrir lög félagsins lesin og þyk-

ist eigi þegar getar afráðið hvort hann vill gánga í

felagið eða eigi, skal hönum gefinn kostur á, að fara

þegar af fundi í það sinn, og hugsa sig um til næsta

fundar.

9 gr.

Félagar greiði á fyrsta haustfundi árstillag

í félaginu er nemi 1 rdl. Nýir félagar, sem koma inn

í félagið fyrir mitt félags árið, gjaldi hið saman tillag, en

þeir er síðar koma skulu undanþegnir gjaldi það félags-

ár.

10 gr.

Þeir félagar, sem flytja sig héðan úr bænum, en

vilja þó standa í sambandi við félagið framvegis, skulu

lýsa því yfir á félagsfundi, eður tilkynna það forseta;

skulu þeir fá að vita, með bréfum frá félaginu tvisvar

á ári, haust og vor, hin helztu störf þess, og stutt yfir-

lit yfir ritgjörðir þær er felaginu berazt. Þessir félagar

greiði árstillag á við aðra félaga, ef þeir eigi senda

felaginu ritgjörðir, ella eru þeir undanþegnir árstil-

lagi. Þeir skulu og fá að kaupa eptirrit af ritgjörðum




Lbs 486_4to, 0121r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 5 (Lbs 486_4to, 0121r)


ef þeir æskja þess. En þá sem burtu fara og gjöra þó eigi

vart við sig árlángt telur félagið lausa við sig að fullu

og öllu; svo og þá, er eigi hafa greitt árstillag í tvö ár.

11.gr.

Einn er forseti í félaginu; sé hann valinn á hverjum

fyrsta haustfundi. Setur hann þá þegar fundarhald

félagins með ræðu. Á síðasta ársfundi skal hann skýra

frá efnahag, ástandi og framförum félagsins. Hann stjórn-

ar fundum og kallar menn til þeirra með boðunarfréfi, og

og getur þar í helztu fundarefna, skipar fyrir umræðum

fundanna; hann ræður atkvæðagreiðslu, og hefir úrskurð-

ar atkvæði, þegar atkvæði eru jafnmörg. Hann slýtur jafnan

ársfundarhaldi félagsins síðast í maí mánuði með ræðu

og skulu hönum þá afhent skjöl félagsins, bækur þess og fé

það er í sjóði er.

12 gr.

Ef fjórði hluti eða fleyri félagsmanna þeirra er

búa hér í bænum, óska aukafundar, tilkynna þeir það

forseta; kallar hann þá menn til fundar með boðunarbréfi

er geingur milli félagsmanna, ekki seinna en daginn áður,

en félagar riti nöfn sín á það.

13 gr.

Á fyrsta haustfundi skal jafnan kjósa, auk forseta,




Lbs 486_4to, 0121v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 6 (Lbs 486_4to, 0121v)


einnig skrifara og gjaldkera félagsins. Samfara þessum

kosningum skal kjósa vara-embættismenn félagsins. Enginn

einn má hafa nein tvenn af störfum þessum á hendi.

14 gr.

Skrifari heldur gjörðabók félagsins; sé hún staðfest

af forseta; ritar skrifari í hana það sem fram fer á fundum.

Í fundarlok er fundargjörðin upplesin og rita forseti og

skrifari undir. Á hausti hverju ritar skrifari í gjörða-

bók félagsins nöfn allra þeirra manna, er þá eru í félaginu

og bætir síðan jafnóðum við þeim er í félagið gánga hvert

félagsár. Auk þessa hefir hann sérstaka bók, er hann

ritar í bréf til fjarverandi félagsmanna. Skrifari heldur

lista yfir ritgjörðir þær og brjef er félaginu berazt, safn-

ar þeim í eitt með árituðum tölum, og skal það safn

heita "Skjalasafn Kvöldfélagsins."

15 gr.

Gjaldkeri heldur bók, staðfesta af forseta, yfir

fjárhag félagsins, og gjörir skýrslu um hann á fyrsta fundi

í febrúar mánuði. Svo gjörir hann og á síðasta vorfundi

ársskýrslu um fjárhag félagsins, og leggur hana fram fyrir

félagsmenn. Gjaldkeri veitir móttöku tekjum félagsins, og

greiðir gjöld þess eptir ávísun forseta. Svo skal hann og




Lbs 486_4to, 0122r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 7 (Lbs 486_4to, 0122r)


annast að koma fé félagsins á voxtu, með ráði og um

sjá forseta.

16 gr.

Vilji nokkur af þeim félögum er búa hér í bænum

segja sig úr lögum við félagið, skyrir hann forseta frá því,

en forseti lýsir því á fundi, og skrifari bókar. Svo skal og sá

félagi, er býr hér í bænum, og eigi hefir goldið árstillag

sitt fyrir mitt félagsár, talin utan felags.

17 gr.

Vilji einhver, er hefir sagt sig úr lögum við fé-

lagið, aptur gánga í það, skal hanna eiga kost á því; svo

og þeir, er sökum vangreiðslu á árstillögum eru orðnir

utanfélags ef þeir beiðast þess bréflega, og greiða ógoldin

tillög sín.

18. gr.

Allir félagar lofa við drengskap sinn að þegja yfir

félaginu og öllum þess atgjörðum. Sá er ber verður að því

að hafa borið út nokkuð af félagsins gjörðum er félagsrækur

og á hann ekki apturkvæmt í það. Félagið leggur það og

á drengskap þeirra manna, er úr félaginu gánga að þeir

varðveiti þagnarheiti sitt.

19 gr.

Finni menn ástæðu seinna meir til að breyta lögum




Lbs 486_4to, 0122v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 8 (Lbs 486_4to, 0122v)


þessum, skal sú breyting eigi löggild, nema því aðeins, að

tveir þriðju hlutir allra þeirra félagsmanna, er þá búa hér í

bænum, gefi henni atkvæði sín.

Félagar skuldbinda sig til hlýðni við lög félags

þessa, með undirskrifuðu eigin nafni sínu.

HEHelgesen. Jón Árnason. SSkúlason. JHjaltalín Jón Þorkelsson

O Finsen. Þorvaldur Jónsson. Sigurðr Guðmúndsson

C Zimsen. Á Gíslason. Mattías Jochumsson

P Guðjohnsen jr H Sveinsson Þorst Jónsson GMagnússon

Hjörtur Jónsson VGuðmundsson

Sig Einarsson PJóhannesson Eggert Sigfússon

GGunnarsson HJónsson H. Melsted

Fritz Zeuthe Ólafur Sigvaldason L. Benediktsson

Pétur Guðmundarson. Þorkell Bjarnason

TómasBjarnarson TH Gudjohnsen Páll Melsted

Páll Jónsson. S.Sivertsen EggertÓlafssonBrím JBorgfirðingur

JStephanson LárusBlöndal




Lbs 486_4to, 0123r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 9 (Lbs 486_4to, 0123r)


Eiríkur Briem. SvSveinbjörnssen FMagnússon

Jón Bjarnason B. Kristjánsson. HStefánsson

KEÞórarinsson. Þorvaldur Jónsson. J.E Jónsson Br. Oddsson

Jakob Pálsson JJónasson Sigurðr Vigfússon

Páll Ólafsson Jón Ólafsson GVigfússon

Einar Guðjohnsen Helgi Melsted. JFriðriksson

Skúli Magnússon Jónas Pjetr Hallgrímsson

Páll Sivertsen Snorri Jónsson Valdimar Briem

Oddgeir Guðmundsen JensPálsson Steindór Briem.

MStephensen JÞorláksson AFrey Jón O. V. Jónsson

PEyólfsson, Sigfús Eymundsson L Guðmundarson

Óli Jónsson BrJóhannsson. Jón Þorsteinsson.

ÁJóhannsson. Sigurðr Gunnarsson Björn Þorláksson

Gunnl. Halldórsson Bogi Pjetursson.

Björn Stefánsson StPjetursson

Lárus Halldórsson Stefán Jónsson

Magnús Andrjesson .Þ. Kjerulf. Magnús Stephansen

Jónas Helgason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar