Fundur 1.jún., 1865
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 1. júní 1865
- Ritari: Helgi E. Helgesen
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0099r)
Fimmtud. 1. juní var settur fundur í Kvoldfjelaginu og tók þá
Gisli Magnusson til mals kl 9 3/4 því ei var fyrri áltið fundarfært
og ræddi þetta: Á hverjum aldri þykir bóknám rjett byrjað og
hvenær fyrst byrjandi og hvenær síðast byrjandi. - Svar þegar bezt
hentar og tími og kringumstæður leyfa; áður hefir boknamst. verið óbund-
inn síðan bundinn við 12 og 16 ár Þetta hefir þótt óeðlilegt og því
hafa menn spurt sig þannig. Sumir vilja snemma nema vill leyfa
það. aðrir vilja leika sjer; þeim vill hann ei þröngva frá 6-12 árs. -
hjer er þetta 12-16 ára bauð óþarft. 14 ár þarf til náms með siglingu
og þá þarf piltr ei að koma í skóla fyrr en 13 ára, þetta er fyrir embm sjur
Þeir sem ei sigla þurfa ei í fyrsta lagi að koma í skola fyrri en 17 ára.-
en finnst menn geta eins byrjað nám 20, 30 40 jafnvel 50 ára, en
bending má gefa að gott sje og ráðlegt að byrja fyrr en síðar; en sje
maðr eldri en bezt má henta má ei banna honum það eða hindra
hann, svo framarl. sem hann alitinn er vandaður eða efnilegur. - Því-
næst útlistaði hann stuttlega 55. spurn. : Hvernig stendur á því að mönnum
á hverri öld sem er hættir við að fv lofa fyrri aldirnar en gjöra lítið
ur seinni öldum: Svör: Maðurinn lifir svona við þetta hálf dauft og
hálf súrt finnur gallana á því sem nú er, en finnur ekki eins til
hins súra sem var við hinar fyrri aldir, sem við höfum litlar sögur af
nema í hinu glæsilega lífi þjóðanna. Þarvið bætist öfundin. - Menn eru
nú af ymsum orsokum óanægðir með margt sem nú er og taka þá það glæsi-
lega fram í fornuöldinni af óánægju sjálfs sín en ekki eptir því sem er ..
3 Hvaða áhrif hefir breytilegt loptslag og landslag og hugsunarhátt manna
skynbragð og háttsemi". : Sumar kynslóðir eru lubbalegir sumar ljettilegar og
mannkoslegar Plan Ølves-Flói. - Borgfirðingar Norðlendingar Rangvellingar
Þetta kemur af landslaginu Hvað sem farið er ut fyrir bæjardyr er í Ølveri
Myrar og flóar. A Rangarv. og Hreppum er folkið bragðlegra, þar ef folkið
Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0099v)
landslagið allt annað þokkalegra þurrara. - Hattalag fer líka mikið
eptir landslagi.- Fleiri tóku eigi til máls. -
Fundi slitið
H.E.Helgesen.
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Eiríkur
- Dagsetning: XX.XX.2011