Fundur 16.nóv., 1865

Úr Sigurdurmalari
(Endurbeint frá Fundur 16. nov., 1865)
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 486_4to, 0104v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0104v)


Ár 1865, 16 Nov. fundur haldinn í fjelaginu. Verzlunarfull

trúi Jón Stephánsson var mættur með fjelagsmönnum og heyrði

lög fjelagsins upplesin, undirskrifaði hann þau og gekk í

fjelagið.

Jón Hjaltalín hjelt þvínæst tölu um sambandið

milli trúar og þúnglyndis. Sagði hann að það væri enkum

fyrst meðan trúin ekki væri nógu sterk að samband

þetta ætti sjer stað meðan stigið frá því sem skyn-

semin eintóm skilur þangað til trúin nær sínu

fulla valdi væri ekki að fullu stigið, en þegar trúin

væri öflug orðin þá mundi þunglyndið hverfa. -

Forseti sagði sjer virtist að sambandið lægi einkum

í því að þúnglyndið lægi menn hefðu meir hvöt til

trúar og trú rækni því þeir huxuðu meira inná við en

hinir er ljettlyndir og leituðu gleði og svölunar í djúpi

andans. Matthías talaði í sömu stefnu




Lbs 486_4to, 0105r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0105r)


Þorkell Bjarnason sagði sjer virtist samband milli þunglyndis

trúrækni ætti sjer ekki fremur stað en milli annara geðslaga

því trúin væri guðs gjöf, sem ekki væri fremur gefin

melancholskum en coleriskum tangviniskum og phlegma

tiskum mönnum. Samband það sem ræðuefnið nefndi ætti sjer

því ekki stað.

Sigurður Málari sagði að náttúrlegt væri að þúnglyndir menn trúðu kölska

því þeir hugsi niðravið, en hinir uppávið er glaðlyndir eru.

Forseti mælti fram með sinni fyrri skoðun og sömu-

leiðis Matthías Jochumsson

Sveinn Skúlason talaði því næst, og sagði að trúin

hefði verið sterk hjá heilum þjóðum sem hefðu verið

plagmatiskir t.a.m. Spartverjum. Trúin kæmi einkum

gegnum þrautir og þrengingar heimsins þegar hún

gagntæki anda mannsins með afli

Jón Þorkelsson Spartverjar voru eigi trúræknir en Atenu-

menn því þeir hjeldu Guðum sínum fleyri hátíðir og

helgihöld en Spartverjar. Trúræknin gæti því átt jafnt við

oll geðslög.

Nokkuð fleyra var talað um þetta efni

Matthías Jochumsson gat þess að hann nú hefði lagt

út Tegners Frithiofssögu og fór því fram að fjelagið styrkti

sig á einhvern hátt til að gefa hana út í vetur. Urðu um




Lbs 486_4to, 0105v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0105v)


það nokkrar umræður og var þeim frestað til næsta fundar

Sömuleiðis uppástúngu frá Jóni Borgfirðing um að fjelagið

gæfi út timarit.

Fundarefni til næsta fundar Hvað hefur Reykjavíkurlífið

fram yfir sveitalífið sjer til ágætis. Frummælandi Á. Gíslason

andmælendur Jón Arnason og Sv. Skúlason. Til vara Um byskupa

Íslands tign þeirra metorð og álit að forni og nýu. Frummælandi Jón

Þorkelsson Andmælendur Gísli Magnusson og Sveinn Skúlason.

Fundi slitið

H.E.Helgesen Á Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar