Fundur 23.feb., 1865

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 11. ágúst 2016 kl. 15:12 eftir Karl (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. ágúst 2016 kl. 15:12 eftir Karl (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0094r)


Ár 1865, 23 janúar var fundur haldinn í kvöldfjelaginu

Stud Theol Jón Hjaltalín ræddi um hegðun presta á Islandi. Tók

hann fyrst fram, að prestum væri almennt mjög hallmælt, en það

væri mjög um of því þeir væri mjög skylduræknir og hátt-

prúðir að hegðan, þó til væri nokkrir sem undantekningar

yfir höfuð stæðu þeir ekki á baki annara í samanburði við aðra

embættismenn Þvínæst taldi hann verk þau sem prestskyldan

heimtaði af þeim að lögum; það væri máske of almennt að

prestar stæði slæði slöku við barnaspurningar. En afsakanlegt

kynni að vera þó þeir ekki spyrði á hverjum sunnudegi

þó það væri lögboðið. Húsvitjanir sjeu lögboðnar 2var áBls. 2 (Lbs 486_4to, 0094v)


á ári sem fáir mundu gjöra nema einusinni og sumir

væri til sem máske aldrei gjörði það, en ef það væri, það

væri ófyrirgefanlegt því húsvitjanir væri eitthvað hið þarf-

asta embættisverk í mörgu tilliti. Viðvíkjandi hegðun

presta væri mest fundið að, og álasað fyrir drykkjuskap og

þetta væri því miður ofmikið satt í því þó margir væir

sómasamlegir og heiðarlegir í allri hegðun og dagfari.

Að öðru leiti en því, hvað þeir drykki, og ef þeir vanrækti

barnaspurningar og húsvitjanir, telja prestum nokkuð til vorkunar vildi hann (afsaka) þó þeir

máske í öllu ekki væri eins og þeir ætti að vera með því að

þeir hafi svo lítil laun, sem ekki sjeu nægileg til að lifa af

og dragi þá frá að gegna störfum sínum eins og skyldi.

En til þess að geta rekið þessa óhæfilegu presta burt úr prestsstéttinni

(þessvegna) þyrftu menn að reyna að bæta brauðin, og það yrði

ekki með öðru en bæna skrá til alþíngis ár eptir ár. -

Matthías Jochumsson: mótmælti því að hið fyrsta væri

að rita bænaskrá alþíngis til að bæta prestastjettina heldur

þyrfti fyrst að bæta hinn kristilega anda og hina andlegu

hlið presta. Hegðun presta væri í tilliti til hinu andlega

lífi í eingu lagi. Menn mættu ekki gleyma því að presturinn

mætti og yrði fyrst að leita guðs rjettlætis o.s.fr.

Forseti þótti Matth. dæma prestana ofhart en þeim væriBls. 2 (Lbs 486_4to, 0095r)


mjög vorkun því kríngumstæðurnar hrektu þá ósjálfræatt

frá skyldu sinni.

Þorkell Bjarnason sagði sögur af prestunum í Skagafyrði

Sumar góðar sumar ekki en kristilegt hjartalag ætti að vera

aðalhvötin til að prestar ræktu skyldu sinni.

Gunnar Gunnarsson var einnig á því að prestarnir ætti að gegna

skyldu sinni fyrst og fremst af kristilegum innri hvötum, því

Guðs blessun fylgdi þá störfum þeirra

Sigurður Málari sagði jafnframt því og það væri prestunum

sjálfum væri það að kenna að þeir brytu skyldu sína væri það

einnig soknarbörnunum og alþýðunni að kenna, því þeir klöguðu

þá ekki eð fengi þá setta frá embætti sínu

Jón Árnason var mjög á máli frummælanda, og Sigurðar málara

og taldi óreglu prestanna ýmislegt til linkindar og sagði að prestarnir

væri yfir höfuð ekki verri en hver önnur stjett í þessu tilliti en

eingan vegin væri þeir þó lítalausir

Frekara var ekki fyrirtekið

HEHelgesen Á Gíslason  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar