Fundur 3.feb., 1865

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 486_4to, 0092v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0092v)


Árið 1865 3 febrúar var fundur haldinn í Kvöldfje

laginu og lagði þá gjaldkeri fjelagsins O. Finsen fram

reikninga fjelagsins og atti þá fjelagið alls að meðtöldum ógoldnum tillögum 59 rd.4

Síðar las Matthías Jókkumsson kvæði snúið eptir

Vessel "Smiðurinn og bakarinn".

Síðan tók Þorsteinn Jónsson til máls að lýsa

Rhematisme.




Lbs 486_4to, 0093r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0093r)


Því næst tók Pjetur Guðmundsson til máls um íslenzka

bragarhætti tók hann fyrst fram hvernin hendingar og

aðalhendingar skathendingar oddhendingar osfr. Taldi

hann síðan uoo rímnabragi; fyrst ferskeitt og svo hvernin

sá háttur hefði orð dýrari og dýrari sem breytist hjerum

bil á 18 vegu, sem kveðið hefir verið undir heil ríma

Því næst nefndi hann hrynhenda hætti sem geti breytst á

jafnmarga vegu og ferskeitt og hafi sömu eginleika

Því næst skammhenda sem ýmislega breytist. Þarnæst

lánghenda bragi, þá nýlanghendingar, síðan stafhendingar

eða stuðlaljóð þa hagkveðlingahátt eða alhendingar þá gagaraljóð

þá nyhendu eða sigurðarbrag, þá stikluvik þá valhent, þá stuðla-

fall, þá nýafhendingu þá úrkast þá afhendingar þá valstýfan

þá hurðardrátt og bragagjöf hafir hann nú talið 120 rímnabragi

eptir því sem þeir breytist á ýmsa vegu. Að öðru kvað hann

æskilegt að fá ritgjörð um íslenzka bragi Fyrst forna hætti þá

kvæðahætti rímnahætti og. s.frv. - Engin andmælti frummælanda.

Fundi slitið

H.E.Helgesen Á Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar