Fundur 30.maí, 1864

Úr Sigurdurmalari
(Endurbeint frá Fundur 30. mai, 1864)
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 486_4to, 0066v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0066v)


Ár 1864 30. Maí var fundur haldinn í Kvöldfjelaginu. Bað Gísli

Magnússon fyrst um orðið og tilfærði lík. skipti og aðgreining ln sálma-

skáldskapar og ástakvæða á hlið við lyrisk kvæði í bók eptir Wilh. Engelmann. Sv. Skúlason og

J. Arnason könnuðust við að þetta væru undirskipti af lyrik

en vildu ei kannast við að setja Sálmaskaldskap við hlið hins

lyriska. Síðan hreifði forseti því hvert fjelagið vildi breyta verð

launaspurningunum, og varð sú niðurstaðan að bezt mundi að láta spurs-

mál þau sem í fyrra voru sett, því menn gjeti í vísindalegu tilliti ritað um




Lbs 486_4to, 0067r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0067r)


hvað sem vildi.

Kristján Jónsson skoraði á fjelagsmenn einkum þá sem dveldust upp

til sveita að þeir söfnuðu í sumar ýmsu sem fjelaginu gæti orðið til skemtundar

og fróðleiks á komandi vetri.

Forseti spurði því næst Jón Þorkelsson kvert hann hefði munað eptir

loforði sínu í fyrra vetur um að skrifa æfi Gissurar jarl. Skýrði J. Þ.

frá því að hann hefði ritað 200 síður í marts um æfi Gissurar en af ymsum

önnum hefði hann enn ekki getað lokið starfi þessu. Hann hefði einnig

byrjað að semja ritgjörð um aldur Eddukvæðanna sem heldur ekki væri

fullbúin en hann vonaðist eptir að hann gæti komið báðum þessum

ritgjörðum í ljós áður lángir tímar liðu.

Því næst vakti forseti máls á hvað nefndin sem í fyrra var kosin

til að hugsa um að koma upp minningu Ingólfs hefði gjört urðu um það

margar umræður og formaður þessar nefndar Sigurður Guðmundsson

sagði að hann enn ekki áliti að tími hefði verið til híngað til

að hreifa þessu opinberlega, en hann hefði ritað hjá sjer ýmislegt

um þetta efni og varð samþykkt að nefndin kynnti sjer það til

næsta fundar og verður þá málið rætt á ný.

Sökum þess að mjög var orðið áliðið kvölds var umræðum um dreingskap

og níðinga í fornöld frestað til næsta fundar

Fundi slitið

H.E.Helgesen Á Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar