Fundur 5.nóv., 1861

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 19. janúar 2013 kl. 21:25 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. janúar 2013 kl. 21:25 eftir Olga (spjall | framlög) (→‎Texti:)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.



Texti:


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0025v)

Ár 1861, miðvikudaginn hinn 5. novbr var auka daginn fundur

haldinn í félaginu; hafði hann verið boðaður daginn áður

af forseta samkvæmt lögunum. Allir á fundi nema

O. Finsen og L.A. Knudsen, sem sagði sig bréflega úr

felaginu og lofaði þegjandi staðfestu framvegis viðvíkjandi

samkvæmt lögunum. Ó. Finsen var af félaginu

álitinn sektar frí

Bar forseti því næst upp beiðni tveggja félagslima

um að fá lán úr sjóði félagsins og var það sam-

þykkt af félaginu að lanið skyldi veita og skyldu

þessir 2 menn fá af sjóði félagsins 40 rd upp sem

endurborgist félaginu seinasta marz eða fyrsta

fundardaginn í April. Skyldi forseti gangast



Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0026r)


fyrir útláni þessu og veita semja veðskuldabréf undir sínu

nafni fyrir felagsins hönd, skyldi rentur svarast

af höfuðstóli með 4 af hundraði og endur-

gjaldast með aðalupphæðinni. Voru kosnir þeir

E. Magnússon og A Gíslason til þess að meta

muni þá, er lántakendur lan settu til trygg-

ingur skuldinni og vera vottar við veðskulda-

samninginn.

Var því næst borin n upp uppástúnga frá gjaldkera

um að leigja herbergi til fundarhalds og enduðu

umræðurnar á því að menn ákvörðuðu sig til

þess að akvarða sig ekki um þetta mál að

sinni

Voru því næst lesin upp 4 kvæði eptir M. Jochumsson

1. Kvæði um raunnir Palanar eptir Hauch

2. Kveðja Tycho Brahes til Daumernus eptir Heiberg

3. Friðrekur Rauðskeggur eptir Rüchert

4. Frumkvæði um Herhlaup Mongóla. voru



Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0026v)


kvæði þessi innfærð undir № 17-20 inn á bréfa

lista félagsins.

Því næst var fundi slitið

H.E.Helgesen E. Magnússon



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar