Fundur 6.apr., 1865

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 486_4to, 0097r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0097r)


apríl Ár 1865, 6 marz fundur haldinn í fjelaginu talaði Mattías Jochumsson

um hvað til þess kæmi að menn út um land hefði ýmugust á

Reykjavík. Sagði hann að það væri fremstir í flokki sveitamenn

fyrir sem aðeins kæmi þar einusinni á ári og mætti fáum

kunningjum og dæmdi mjög blint eptir því sem fram við sjálfa

kæmi; æskuliðurinn þar á móti samdi sig mjög að siðum

Reykjavíkur og meðaltakið mundi verða numer núll




Lbs 486_4to, 0097v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0097v)


Sigurður Málari: Þeir sem mest eru á móti Reykjavík

eru þeir sem aldrei koma hjer. Ýmugusturinn er almenn-

ur, og aðalorsökin er að menn ekki geti þolað að höfuð-

staður sje á landinu, og svo mundi verða hvar sem höfuð

bær væri hjer á landi. Samt sem áður mundi margir þeirra

sem hjeldu á móti Reykjavík senda börn sín þángaði til að

menntast nema einstaka þverhöfði sem þá færi í hundana

Matthías: ekki sje hatrið almennt.

Sveinn Skúlason segir S. Málari sje orðin svo mikill Reykvík-

ingur að hann ekki sjái sólin Aðalorsökin fyrir ymugustinu

er verslunarviðskiptin. Þarað auki sje mátturlegt að góðir bændur

sjeu mótfallnir Rvk, því hun sje enn eingin höfuðbær eða

höfuðbæjarvísir. Hvarvetna í heiminum væri og haldið á móti

höfuðborgum hjá hinum mentaðri mönnum

Forseti. var á því að óvildin væri runnin af eldri rótum frá

því kaupmenn einir hefði verið mestu ráðandi í Reykjavík

Óvildin væri mezt hjá heldri mönnum. En hann vildi

þó óska að óvildin hjeldist við því Reykjavík yrði að ganga

gengum stríð til að vaxa og þroskast

Sigurður málari. Höfuðbær væri ómissandi vegna þess að þaðan

yrði öll vísindi kæmi þaðan á gang og gæti ekki þrifist fyrir

annars, og engistaður væri til þess hentugri til þess en einmitt í




Lbs 486_4to, 0098r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0098r)


Reykjavík. hvergi geti byrjað eða aukist fegurð eða fram-

för eða mentun nema frá höfuðbæ

Jón Hjaltalín. Menn álíta að Reykvíkingar berist of-

mikið á, og yrði ónýtir til vinnu, og höfðingjarnir

gjöri ekki annað en taka á móti peningum og gjori

ekkert gagn

Gunnar Gunnarsson. I Þýngeyarsýslu væri helzt það haft

á móti Reykjavík að kraptarnir og valdið væri of mikið

dregið saman á þenna stað. Að öðru leiti fór hann ymsum

orðum um hvernin best þyrfti mætti sameina hvorutveggja.

Fundi slitið

Á Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar