Fundur 8.jún., 1865

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 6. janúar 2014 kl. 22:01 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. janúar 2014 kl. 22:01 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0099v)


Ár 1865 fimmtudaginn 8. juni var fundur haldinn í fjelaginu

og gat forseti þess fyrst að Jón Þorkelsson væri búinn að semja

ritgjorðina um Gissur jarl Þorvaldsson og umleið þess að Jón

Þorkelsson hefði hugsað sjer til þess að koma sem fyrst riti

þessu á prent að láta prenta það sem skólaprogram; með

því móti gæti það komið á prent fjelaginu að kostnaðar-

lausu, en færi svo gæti Jón ei átt von á neinu honorari og

stakk því forseti upp á því að fjelag vort í þóknunarskyni

við höfundinn fyrir starfann gæfi honum af sjóð sínum

eina 20rd eða svo, en ákvörðun um það var eigi tekin

sökum þess að fáir fjelagsmenn voru á fundu og leizt

mönnum betra að láta urskurð um þetta bíða til ein-

hvers hinna fyrstu haustfunda.-

Þvínæst bar forseti upp Ingólfsmálið, og las

upp kafla úr brjefi frá fjelaga vorum E Magnussyni

og voru það ráð allraþeirra, er á fundi voru, að fela

fjelaga vorum alþingismanni Sv.Skúlasyni að bera

það upp á þingi í sumar, og reyna að fá þingið og

hina einstöku þingmenn til þess að ganga í málið

og tókst Sv.Skúlason það á hendur.-Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0100r)


Því næst gat forseti þess að fjarhagur fjelagsins væri

líkur eins og hann var í lok februarmánaðar og sleit

svo fundarhaldi fjelagsins fyrir þetta ár

Fundi slitið

H.E.Helgesen  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar