Fundur ódagsett 1865

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 11. ágúst 2016 kl. 15:13 eftir Karl (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. ágúst 2016 kl. 15:13 eftir Karl (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

  • Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
  • Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
  • Dagsetning: Ódagsett, 1865 (á bilinu 4.2—22.2 ?)<ref group="sk"> Færslurnar umhverfis þessa eru dagsettar svo: 19. janúar, 3. febrúar, ódagsett (þessi), 23. janúar, 2. marts, 16. marz. Dagsetningin 23. janúar er því líklega misritun og sú ódagsetta því á bilinu 4. feb.—22. feb.</ref>
  • Ritari: Helgi E. Helgesen
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðstaddir: XXX

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti:


(Lbs 486_4to, 0093v)

Árið 1865 var fundur haldinn í Kvfl. Sigurður

Málari Guðmundsson ræddi um það hve „í hverju

húsabyggingar vorar þyrftur endurbóta við“.

Sannaði hann fyrst hversu torfbyggingar vorar

væru bæði verkþjófur, heilsuþjófur og peningaþjófur;

þær fegju hinn dýra við, en þurfa svo opt viðgerða.

Fornmenn höfðu stærri, hærri og rúmbetri og haganlegri

hús; þeir höfðu fleiri (en smærri) glugga og reikháfar

því voru þeirra hús loptbetri og þægilegri. Langeldar

aflagðir 1250; þá minkuðu húsin vegna kuldans.

Baðstofugufan eiðileggur hús og fólk, einhver sú

mesta skaðsemi torfbygginga og „baðstofa“. En tók

hann fram birtuskorturin, óhollur og allan þroska

kirkjandi. Göngin of long full með koppa og keitu,

sagga og svínarí aðalókostur vorrar aldar húsa-

kynna. Í fornöld höfðu menn anddyri á þess stað.

Menn kunna ekki að snúa húsum eptir áttum:

eptir áttum og undan bruna og eiðilegging.

Að sofa og sitja í sama húsi er ósiður ókollur;

ósiður er líka að konur og karlar soft hvert inna

um annað. Øðruvísi var hverkki (?) þetta í fornöld.

Áður voru kvennadyr; útihús fallega rest nokkuð

langt frá bænum eða skálanum; þá voru kamrar

tíðkaðir; baðhúsin gömlu og kjallarar á heldri

bæjum ættu að komast á. Ørsök þess að fólk

getur ekki fjölgað á landinu er torfhúsabyggingin.

Gleðin flýr líka þessi hryggilegu furðu hýbýli, meðfram

af þessu eru vikivakar og aðrar þjóðgleðir liðnar

undir lok. Vegna þessa ríður ærið mikið á að

hætta við „torfið“ en byggja úr s t e i n i.



(Lbs 486_4to, 0094r)


Svissar hafa enn vindhana á húsum og ræður Sig.

til að geyma þá en ekki gleyma þeim nje týna. Ymsir

tóku ex anditorio til orða um þetta áríðandi mál og hvöttu

menn hvor annan til að vekja athygli náungans á þessu.

Gunnar Gunnarsson skoraði á frummælanda sjálfan að

rita alþýðu hugvekju og leiðbeining á því að bæta úr þessu

þjóðböli sem veldur kirking og ógerð í þjóðinni. Forseti

tók fram að þegar byggt væri steinhús yrði vegna kuldans

að hafa kjallara undir til að draga úr hinum mikla

kulda. Þá reis deila móti Sigurði um að reynandi væri

að brýna þetta fyrir alþýðu. Sigurður segir nei, en við jú.

Til næsta fundar var ákveðin kappræða 1, um hegðun presta á

Islandi frummælandi J. Hjaltalín. Andmælendur J. Arnason og

M. Jochumsson. 2 um böðin og 3 um skyr í fornöld etc. Frum-

mælandi S. Guðmundsson. Andmælendur J. Þorkelsson og Sv.

Skúlason.

Fundi slitið.

H. E. Helgesen



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: 7. desember 2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar