Fundur 26.nóv., 1869

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 16. janúar 2015 kl. 17:04 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. janúar 2015 kl. 17:04 eftir Olga (spjall | framlög) (→‎Bls. 2 (Lbs 487 4to, 0075v))
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 487 4to, 0075r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 1 (Lbs 487 4to, 0075r)



Lbs 487 4to, 0075v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

2. kveldfundur 26 nóvember

Forseti las upp lög fjelagsins og hjelt ræðu til

hinna nýkomnu fjelagslima, er á fundi voru, en

leit til þess að skýra þeim frá eðli og tilgangi

fjelagsins og kvetja þá til að reynast góða fjelags-

limi.

Síðan var tekið að kjósa nefnd til að

kjósavelja spurningar og var ályktað að velja 5 manna

nefnd þessir menn voru kosnir: H E Helgesen

Haldor Guðmundsson Eiríkur Briem Skúli Magn-

usson og Jón Ólafsson.

Þar er nú ekki var meira til umræðu

voru menn látnir draga miða.

1 spurn. "Hví eru steinvörður á ýmsum stöðum hjer

á landi kallaðar kellingar? og hvenær hófust fyrir

Bls. 2 (Lbs 487 4to, 0075v)



Lbs 487 4to, 0076r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

klámvísur þær sem í þær eru lagðar"? Forseti

svaraði svaraði spurningunni og honum

það líklegt að þær dægi nafn sitt af hemp

því þær líkjust hempuklæddri skuplaðri

kellingu og hjelt hann að einhver mundi

hafa glæpst á þessari líkingu í þoku og

og lagt svo í hana níðvísu af gremju. -

2. Spurning Hvort hafa tómthúsmenn í

Reykjavík meiri skaða á kaffi eða

Skuli Magns. brennivins drykkju? Hann hjelt að

draga mundi úr kaffidrykkjukostnaði

ef menn gerðu sem sumir sveitamenn hver gjöra

að skiptast á um sama molann, en þó varð

það ofaná að það væri ókljúfandi kostnaður og hann

stakk upp á að nota innlendar drykkurtir

en aptur hrósaði hann brennivíni sagði það

ódýrara og betra; hann reyknaði kostnað bæði

kaffi og brennivínsdrykkju; en um þann

reikning varð mikill ágreiningur.

Forseti: kvaðst best geta dæmt um þetta því

hann hataði hvortveggja og sagði hvortveggja

gott í hófi.

3. spurn Hvað er að segja um klubbana og hvort

eru þeir til gagns eða skaða? Jakob Pálsson

aleit klubba skaðl.

Bls. 3 (Lbs 487 4to, 0076r)


  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur, olga (Wiki)
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar